Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs, sýndur í Gamla bíói.
Leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni.
Friðrik Dór er löngu orðinn landsþekktur tónlistarmaður og á hann mörg af vinsælustu lögum Íslands. Nú er loksins búið að gera söngleik með þekktustu lögum Frikka Dórs, en Hlið við hlið fjallar um borgarstrákinn Dag sem fær sumarvinnu á sveitahóteli þar sem allt er eins og það hefur verið í áraraðir. En koma hans virðist þrýsta á tengslin innan hótelsins að þolmörkum - skyndilega er sem öll fjölskyldutengsl, sambönd og vinskapir hanga á bláþræði.
Í þessari stórkostlegu sýningu leggjast allir á eitt til að sprengja út lögum Friðriks Dórs með því að segja þessa hugljúfu sögu. Falleg, skemmtileg og fyndin stórsýning sem allir hafa gaman af!
Sýningin er annað verkefni sjálfstæðs sviðslistahóps sem setti upp sýninguna Ðe Lónlí Blú Bojs árið 2019 í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en hún fékk mikið lof og seldust um 20 sýningar upp.
Næstu sýningar.
7. SÝNING
Föstudagur
17.09
Gamla bíó
Kl. 20:00
8. SÝNING
Sunnudagur
19.09
Gamla bíó
Kl. 20:00
9. SÝNING
Föstudagur
03.10
Gamla bíó
Kl. 20:00
Friðrik Dór.
Það er óhætt að segja að Friðrik Dór Jónsson sé einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar í dag. Hann skaust upp á stjörnuhimininn árið 2009 þegar hann gaf út lagið Hlið við hlið, sem naut vægast sagt mikilla vinsælda. Árið 2010 gaf hann loks út plötuna Allt sem þú átt sem inniheldur meðal annars lög á borð við Hlið við hlið og Fyrir hana. Síðan þá hefur hann gefið út tvær aðrar plötur, annars vegar plötuna Vélrænn sem kom út árið 2012 og plötuna Segir ekki neitt sem kom út árið 2018. Þar að auki gaf hann einnig út upptöku af tónleikum sínum, Í síðasta skipti sem haldnir voru í Kaplakrika árið 2018. Auk þess hefur hann gefið út ýmis stök lög, þau nýjustu eru Hvílíkur dagur og Segðu mér sem komu út á þessu ári.
Friðrik hefur gefið út hvern stórsmellinn á fætur öðrum, sem öðlast nú nýtt líf á leikhússviðinu. Söngleikurinn ber lög frá öllum hans tónlistarferli til þessa dags, bæði nýleg lög sem og eldri.
Leikhópurinn.
-
Kristinn Óli Haraldsson
-
Berglind Alda Ástþórsdóttir
-
Kolbeinn Sveinsson
-
Katla Njálsdóttir
-
Ingi Þór Þórhallsson
-
Agla Bríet Bárudóttir
-
Helgi Valur Gunnarsson
-
Jón Svavar Jósefsson
Listrænir stjórnendur.
Leikstjóri, höfundur & framleiðandi
Höskuldur Þór Jónsson
Handrit
Höskuldur Þór Jónsson
Berglind Alda Ástþórsdóttir
Tónlist
Friðrik Dór Jónsson
Hljóðhönnun
Þorbjörn Steingrímsson
Tónlistarstjórn
Snorri Beck Magnússon
Búningar
Hekla Nína Hafliðadóttir
Leikgervi
Diljá Pétursdóttir
Leikmynd
Höskuldur Þór Jónsson
Framleiðslu- og sýningarstjórn
Máni Huginsson
Aðstoðarleikstjórn
Karla Kristjánsdóttir
Grafísk hönnun og ljósmyndun
Stefanía Elín Linnet
Tæknimaður
Alex Birgir Bjarkason
Hönnun á lógói
Jakob Hermannsson
Útsetning á kór
Jón Svavar Jósefsson
Aðstoð við markaðsmál
Styr Orrason
Hafa samband.
TENGILIÐUR
Máni Huginsson
framleiðslu- og sýningastjóri
manihugins@gmail.com
(+354) 690-5788
Vinsamlegast athugið að allar óskir um miðabreytingar og endurgreiðslur þurfa að fara í gegn um Tix.is. Hópapantanir hins vegar (og flest öll önnur mál) skulu fara í gegn um Mána.